Kolkuós

 

Kolkuós að sumri (SH).
Kolkuós síðla vetrar (SH).

Kolkuós er þar sem áin Kolka rennur til sjávar. Eftir að Kolbeinsdalsá og Hjaltadalsá sameinast er áin kölluð Kolka. Hún er falleg á og fellur víða í flúðum. Um er að ræða dragár, sem blandaðar eru jökulvatni og geta þær orðið miklar að vöxtum. Fiskur er í ánum.

Mikið fuglalíf er í Kolkuósi og stundum má sjá þar seli. Ströndin er falleg og fallegt að horfa á eyjar og fjöll.

Elínarhólmi (SH).

Í Kolkuósi var og er sérstaklega góð náttúruleg höfn. Áður fyrr náði eiði út í Elínarhólma sem skýldi fyrir norðanáttinni. Um aldir var í Kolkuósi helsta og besta höfnin í Skagafirði, þar var höfn biskupsstólsins á Hólum. Fornleifafræðingar hafa fundið fornar búðir í Kolkuósi og þar hafa fundist ýmsir munir sem bera merki viðskipta við útlönd.

Um tíma voru hugmyndir uppi um að setja olíuhreinsistöð við Kolkuós. Það hefði verið ansi harkaleg ákvörðun fyrir þennan fallega stað. Einnig var hugmynd að setja þar urðunarstað fyrir sorp!

Lesa meira um sögu Kolkuóss á Wikipedia og á vefsíðu Kolkuóss.

Sjálfur ósinn (SH).