Bólugil

Í Bólugili (SH).

Falleg fossaröð er í Bóluá við bæinn Bólu í Blönduhlíð. Gljúfrið er tilkomumikið og þar má vel greina jarðlagastafla og rauð millilög eru áberandi.

Sjáið þið bergganginn á myndinni, hann er fyrir miðri mynd. Hvað sjáið þið fleira á myndinni og hvað getið þið sagt um það?