Fossar

Af ýmsum ástæðum geta myndast misfellur í landslagi þar sem vatn rennur fram af og myndar fossa.

fossberi-copy
(GK-vefur)

Til þess að foss haldist verður hart jarðlag að halda honum uppi. Slíkt jarðlag er kallað fossberi og myndar það fossbrúnina. Undir er svo mýkra lag, sem fossinn skellur á og grefur um leið undan harða laginu. Við það fer að brotna framan af því. Á löngum tíma færist fossinn smám saman upp eftir ánni.

Reykjafoss (SH).

Reykjafoss, í ánni Svartá, er með stærstu fossum í Skagafirði. Fossberinn þar er mikill og harður berggangur

Í Skagafirði eru víða fossar, sem ekki hafa öðlast þann heiður að fá sérstakt nafn! Þar má þó sjá vatn göslast um flúðir eða falla í giljum og er meira en vel þess virði að njóta þessara „vatnsfalla“.

[[]] Fossinn ykkar

  • Heimsækið foss í Skagafirði.
  • Takið mynd af fossinum.
  • Heitir hann eitthvað?
  • Hvar er hann? Hvað heitir áin sem hann er í? 
  • Sjáið þið fossberann?
  • Sendið mynd og texta svo aðrir geti skoðað.

>>> STÖÐUVÖTN >>>