Válistar og friðun svæða

Lundi er tegund í bráðri hættu (JÓH).

Lífverur sem eiga undir högg að sækja eða eru taldar vera í útrýmingarhættu eru settar á válista. Horft er til listanna í aðgerðum til náttúruverndar.

Gerðir eru listar yfir lífverur sem eru í útrýmingarhættu á heimsvísu og sér Alþjóðanáttúruverndarsambandið (IUCN) um það. Náttúrufræðistofnun Íslands tekur saman válista fyrir Ísland. Skoða má listana á vef stofnunarinnar:

SVÆÐI FRIÐUÐ

Með því að friða ákveðin svæði er verið að tryggja rétt fólks og komandi kynslóða til að njóta ósnortinnar náttúru. Einnig er verið að vernda náttúruna hennar sjálfrar vegna og til að viðhalda fjölbreytni lífríkis og búsvæða. Mikilvægt er að vísindamenn hafi aðgang að lífríki og ósnortinni náttúru til að rannsaka og auka þekkingu í náttúrufræði í víðri merkingu. Ósnortin náttúra er auðlind.

Lesa um friðuð svæði í Skagafirði og staði á náttúruminjaskrá.

>>> MENGUN OG ÚRGANGUR >>>