Landslag

Með sömu aðferðum og við teiknum Óla prik mætti rissa upp Skagafjörð:

skagaprik2av
(SH)

Skagafjörður er mikill og breiður.

Inn af botni fjarðarins er meginhéraðið. Þar er sléttlent, votlent og gróðursælt. Þar kvíslast Héraðsvötnin um. (Afmarkað með grannri rauðri línu á myndinni.)

Beggja vegna meginhéraðsins og út með firðinum eru fjöll. Þau eru meiri austan við. Þar er sjálfur Tröllaskagi. Inn í hann ganga nokkrir dalir. (Grænar merkingar á mynd.) Vestan til er Skagi.

Inn af meginhéraðinu og alla leið upp á hálendið ganga tveir miklir dalir, Austur- og Vesturdalur. Um þá renna jökulár frá Hofsjökli. Árnar sameinast niðri í byggð og heita þá Héraðsvötn.

Á firðinum eru áberandi Drangey og Málmey.

Undirlendi Skagafjarðar er 5.527 ferkílómetrar.

Að átta sig! 

  • Lesið textann hér að framan vel og endursegið hann síðan.
  • Skoðið vel áttirnar í Skagafirði. Hvernig liggur fjörðurinn? Hvoru megin Hérðsvatna búið þið? Hvert fer fólk sem fer yfir um? Hverjir búa fyrir handan

>>> SÝSLA OG BYGGÐIR >>>