Staðir

Elínarhólmi við Kolkuós (SH).

Náttúruminjaskrá er listi yfir öll friðlýst svæði á Íslandi og mörg önnur merkileg svæði sem hafa ekki enn verið friðlýst. 

Alþingi ákveður friðlýsingar. Umhverfisstofnun sér um undirbúning og öflun gagna. Náttúrufræðistofnun Íslands, náttúrustofur og sveitarfélög koma þar einnig að og almenningur getur líka komið með rökstuddar ábendingar. Þið ættuð að hafa það í huga!

Víða er fallegt á Íslandi og margir staðir eru ekki friðlýstir. Engu að síður er mikilvægt að ganga vel um þá. Einu sinni var rætt um að setja olíuhreinsistöð við Kolkuós (sjá myndina hér að ofan).

Friðlýst svæði
Með því að friða er reynt að tryggja að fólk fái notið ósnortinnar náttúru bæði í nútíð og framtíð. Einnig er verið að vernda náttúruna hennar sjálfrar vegna og til að viðhalda fjölbreytni lífríkis og búsvæða. Mikilvægt er að vísindamenn hafi aðgang að ósnortinni náttúru til að rannsaka og auka þekkingu í náttúrufræði.

Í Skagafirði er aðeins eitt svæði friðlýst: Miklavatn

Náttúruverndaráætlun
Reglulega er gefin út náttúruverndaráætlun fyrir allt landið. Í henni eru settar fram upplýsingar um náttúruminjar, þ.e. náttúruverndarsvæði og lífverur, sem ástæða þykir að friðlýsa. Margar lífveranna sem nefndar eru fyrirfinnast í Skagafirði (sjá umfjöllun um válista).

Orravatnsrústir koma fram í náttúruverndaráætlun.

Aðrar náttúruminjar
Eftirfarandi staði, sem allir eru í Skagafirði, þykir ástæða til að vernda og eru þeir á náttúruminjaskrá:

Friðlýst svæði

  • Ósnortnum svæðum fer fækkandi á Íslandi og í heiminum. Af hverju er ósnortin náttúra verðmæt?
  • Kynnið ykkur fleiri friðlýst svæði á Íslandi og lesið um ástæður friðlýsingarinnar. Hafið þið heimsótt friðlýst svæði, hvaða? Upplýsingar um friðlýst svæði á Íslandi má finna á vef Umhverfisstofnunar.
  • Af hverju er mikilvægt að ganga vel um landið, líka svæði sem ekki eru formlega vernduð? 

Aðrir áhugaverðir staðir

Enn fleiri staðir?

  • [[]] Þið megið vel koma með tillögur um fleiri áhugaverða staði fyrir þennan lista. Sendið texta og myndir!
  • Ef þið ættuð að sýna einhverjum sem aldrei hefur áður komið í Skagafjörð einn stað hvaða stað velduð þið og af hverju? Væri sama hvort viðkomandi væri Íslendingur eða útlendingur? 

Mikilvægir staðir vegna fuglalífs

Nemendur Háskólans á Hólum fylgjast með fuglum (SSk).
Mikilvæg fuglasvæði á Íslandi (NÍ).

Fuglafræðingar hafa kortlagt mikilvæg svæði fyrir fugla á landinu. Í Skagafirði er um að ræða eftirfarandi staði (rauðir punktar frá vinstri):

  • Skagi (votlendi og önnur svæði inn til landsins)
  • Tindastóll (sjófuglabyggðir)
  • Drangey (sjófuglabyggðir)
  • Málmey (sjófuglabyggðir)
  • Lundey (sjófuglabyggðir)
  • Láglendi Skagafjarðar /meginhérað (votlendi og önnur svæði inn til landsins)
  • Miklavatn í Fljótum (votlendi og önnur svæði inn til landsins)
  • Fljót > Siglufjörður (fjörur og grunnsævi)

Að auki skal minnst á Kolkuós, Hóla (skógur og tjarnir) og Höfðavatn en á þessum stöðum er gott að skoða fugla.