Hvítur hrossagaukur!

Það er fremur fágætt að sjá albínóa á meðal fugla. Albínóar eru einstaklingar sem ekki eru með litarefni. Algengara er að sjá fugla sem eru albínóar að hluta og eru þá ljósir eða með ljósa bletti, en ekki skjannahvítir.

Lífslíkur albínóa eru minni en annarra fugla meðal annars vegna þess að þeir stinga í stúf í náttúrunni og geta ekki auðveldlega falið sig fyrir óvinum með hjálp felulitanna sem eru þeim náttúrulegir.

Hvítur hrossagaukur (A.Þ.J.)

Anna Þóra Jónsdóttir rak augun í hvítan hrossagauk á bænum Vatnsleysu í Skagafirði og náði af honum þessari mynd til sönnunar! Hún sagði frá að hún hefði séð hann úti í skurði og hljóðin í honum væru alveg eins og hverjum öðrum hrossagauk.

Hér má lesa um hrossagauk á Fuglavefnum. Þar sjáið þið myndir af honum í sínum hefðbundnu litum.