Jöklar

Skagfirska jökla er að finna á Tröllaskaga og eins er Hofsjökull að hluta í Skagafjarðarsýslu. Hofsjökull er nefndur eftir Hofi í Vesturdal í Skagafirði.

Hveljöklar eru stórir og þykkir jöklar á hálendinu með fremur flötu yfirborði sem hallar til jaðranna. Útfrá hveljöklum myndast gjarnan skriðjöklar, þar sem jökullinn skríður fram. Hofsjökull er gott dæmi um hveljökul.

Smájöklar í háum fjöllum Tröllaskaga (KPS).

Annars eru smájöklar einkennandi fyrir Skagafjörð og er fjöldi þeirra um og yfir 150 á Tröllaskaga. Þeir myndast þegar snjór safnast í hvilftir eða skálar í fjallshlíð, gjarnan á skuggsælum stöðum sem snúa í norður. Verði snjórinn svo mikill að hann bráðni ekki að sumri verður þar til jökull. Stærsti smájökullinn heitir Tungnahryggsjökull.

Jökull myndast þar sem meiri snjór safnast árlega en hiti og regn ná að eyða.

Jöklar

  • Finnið Tungnahryggsjökul á korti Landmælinga Íslands og áttið ykkur á hvar hann er.
  • Jöklar í heiminum fara minnkandi. Af hverju er það áhyggjuefni?
    Anna Diljá Sigurðardóttir hönnuður gerði hitaplatta sem sýnir útlínur Hofsjökuls á næstu 300 árum, eins og vísindamenn spá fyrir um þær í ljósi loftslagsbreytinga. 
hofsjokull_bradnar
(ADS)
  • Vísindamenn hafa fylgst með stærð jöklanna á Tröllaskaga. Lesa grein. Hvenær var litla ísöld? Skoðið vel myndirnar og áttið ykkur á hversu mikið jöklarnir hafa hörfað. Rauða línan er frá því við lok litlu ísaldar (LIA=Little Ice Age). Hvað haldið þið að gerist í framtíðinni? Eru jöklar mikilvægir? 

Tengt efni: Merki ísaldarjökulsins

>>> MEGINELDSTÖÐVAR OG ELDFJÖLL >>>