Úrhelli (=mikil rigning)

Undanfarna daga hefur mikið rignt á landinu. Hér má sjá spákort sem sýnir uppsafnaða úrkomu á tveimur sólarhringum, 18. – 20. september 2019 í millimetrum. Spáin gekk eftir.

Úrkomuspákort frá Einari Sveinbjörnssyni veðurfræðingi.
  • Skoðið kortið vel. Hvað merkja litirnir? Hvar á landinu var mesta úrkoman?
    • Við Ljósufjöll á Snæfellsnesi (þar sem hvíti bletturinn er) sprungu skalarnir, úrkoman var meiri en 300 mm!
  • Skoðið úrkomuna sérstaklega við Skagafjörð. Takið eftir stöðunni í Norðurárdal. Hvert var úrkomumagnið annars víðast hvar í Skagafirði þessa tvo sólarhringa?

Úrhellið þessa tvo daga var umtalsvert meira en allt það sem rigndi í júní, júlí og ágúst samanlagt! Óhætt er að segja að það hafi orðið nokkuð blautt um, ef ekki bara allt á floti! Við sáum merki þess í ám og vötnum. Hér er mynd sem tekin var af Hjaltadalsá 20. september. Hún hafði heldur betur vaxið!

Hjaltadalsá (SLG).