Tré í fannfergi

Þegar mikill snjór sest á trén svigna greinarnar og sumar brotna. Það er misjafnt eftir tegundum trjáa hversu mikið þær þola. Við sjáum á þessum myndum sem nýlega voru teknar í Hólaskógi að mörg tré hafa skemmst, enda hefur mikið snjóað í vetur, óvenjulega mikið!

Sjáið hvernig barrtrén hafa kubbast. (EBÖ)
Úff! (EBÖ)
Birki sem hefur bognað. (EBÖ)

Á þessari síðustu mynd er birki sem hefur svignað – en ekki brotnað. Takið eftir að börkurinn hefur líka látið ásjá í veðurhamnum. Birki er íslensk tegund sem hefur aðlagast aðstæðunum hérlendis á löngum tíma.

Hafið þið séð skemmdir á trjám eftir óveður og snjóþyngsli?
Hvernig litu þær út?