Eitthvað sérstakt?

Lýsið með orðum eða einfaldri teikningu þeirri mynd sem kemur allra fyrst í hugann þegar rætt er um náttúru Skagafjarðar. Fáið fram slíkar lýsingar hjá fleirum og safnið þeim saman. Hvað er helst sameiginlegt í svörum fólks? 

 

 

EKKI SKRUNA ÁFRAM fyrr en þið hafið unnið verkefnið hér á undan. 

 

 

 

 

 

Í Hegranesi (SH).

Vötn
Vötn einkenna skagfirska náttúru. Þau eru af ýmsum toga allt frá mýrum til jökuláa, stöðuvötn og straumvötn.  Héraðsvötn eru mest skagfirskra vatna. Meðfram þeim eru miklar flæðimýrar.

Fuglar
Votlendi og fuglar eiga oft samleið. Í Skagafirði eru margar tegundir fugla og einstaklingarnir eru margir. Þó að votlendi sé víða má ekki gleyma að búsvæði fugla eru af ýmsu tagi. Í Skagafirði eru t.d. líka fuglabjörg.

Jarðfræði
Bergið er yfirleitt fremur gamalt og þétt í sér. Bergið sem myndar eyjarnar í Skagafirði, Þórðarhöfða og Ketubjörg er þó yngra. Þar sjáum við stuðlaberg. Víða er jarðhiti. Merki eldvirkni er frá fornu fari.

Smájöklar í háum fjöllum Tröllaskaga (KPS).

Smájöklar
Í háum fjöllum Tröllaskaga er fjöldi smájökla. Þeir eiga ekki sinn líka annars staðar.

Fegurð
Í fegurð Skagafjarðar leika aðalhlutverk: fjöll og dalir, ár sem kvíslast, votlendi, víður himinn, sjór og eyjar. Þar er flest í sínum náttúrulegu skorðum. Drangey setur punktinn yfir i-ið!

>>> LANDSLAG >>>