Hegranes

Dæmigert landslag í Hegranesi. Myndin er tekin í sudda. Það er þó ekki dæmigert! (SH)

Einu sinni var Hegranes eyja umflotin sjó. Kannski má segja að Hegranes sé enn eyja þar sem kvíslar Héraðsvatna og sjórinn eru í kring! Einkennandi fyrir Hegranesið eru klettahryggir. Þeir eru máðir af ísaldarjöklinum. Á milli þeirra er gjarnan votlendi og víða eru vötn og tjarnir. Hæsti hryggurinn heitir Geitaberg og þar uppi er gott útsýni yfir Skagafjörð. Þar er líka mastur.

Mikið er um vatnafugla í Hegranesi og er gott að skoða þá t.d. við Garðsvatn. Þar er skilti með myndum af þeim fuglum sem líklegt er að sjá.