Markmið

Með því að fara yfir markmið vefsins sjáið þið til hvers hann er og einnig til hvers er ætlast af ykkur.

Nemendur:

  • öðlist heildarmynd af náttúru Skagafjarðar og geti sett hana í samhengi við landmótun og þróun,
  • þekki séreinkenni náttúrunnar í Skagafirði,
  • kynnist nokkrum náttúruperlum svæðisins,
  • noti nánasta umhverfi til þess að læra um náttúruna,
  • finni sig sem þátttakendur í stærra samfélagi nemenda sem eru að fást við það sama, en einnig sem part af samfélagi  Skagfirðinga sem saman þurfa að gæta þess umhverfis sem næst þeim er og þeir bera sérstaka ábyrgð á,
  • læri að bera virðingu fyrir náttúrunni, með aukinni þekkingu og samskiptum við hana.

Vefinn má nota með hléum og á fleiri en einu skólaári. Vefurinn tengist öðru námsefni og svo eru ýmsar fræðibækur og vefir sem er gott að glugga í. Listi yfir námsefni og ítarefni.

Letur verkefna er rauðgult á litinn! Ef verkefni eru merkt með [[]] væri æskilegt að senda úrlausnina til vefstjóra, mögulega til birtingar á vefnum.

Viðfangsefni vefsins
Farið yfir markmiðin. Er eitthvað sem þið skiljið ekki?
Þið ættuð að skoða vel þætti vefsins á stikunni efst á skjánum.
Hvers vegna er mikilvægt að læra um nánasta umhverfi sitt? 

Lagt í ‘ann. (KSEi)