Mengun og úrgangur

(SH).

Víða er pottur brotinn og ekki eru allir meðvitaðir um mikilvægi þess að ganga vel um okkar dýrmætu náttúru. Minni líkur eru á að fólk gangi illa um þar sem fyrir er snyrtilegt umhverfi – þar líður fólki líka betur.

Mengun verður af mannavöldum og getur haft áhrif á heilsufar manna og lífríkið. Til er alls konar mengun: sjónmengun, olíumengun, loftmengun, hávaðamengun, varmamengun, jarðvegsmengun, vatnsmengun… Hvers konar mengun má tengja við ryðguðu tunnurnar?

Það er líka mikilvægt að flokka sorp og koma því í endurvinnslu. Með því er hægt að draga úr ágangi á náttúruauðlindirnar. Fyrirtækið Flokka sér um sorpmál í Skagafirði.

>>> ÁGENGAR LÍFVERUR >>>