Þroskaðar ár

Húseyjarkvísl
Húseyjarkvísl (SH).

Á sem hefur runnið í langan tíma á sama stað og við svipuð skilyrði er kölluð þroskuð. Bugður á flötu undirlendi einkenna þroskaðar ár.

Þegar á rennur eftir hallalitlu landi og hefur nánast komist niður í sjávarhæð eða hæð stöðuvatns sem bíður hennar hefur hún tilhneigingu til að beygja og sveigja.

Straumhraði vatnsins er meiri utan til í beygjunum en innan til í þeim. Þar sem vatnið er rólegt sest framburður til.

Á þroskast! Ein bugðan hefur einangrast frá ánni. Þar er „bjúgvatn“. (ÞEi)
Gauksstaðaá (SH).
Húseyjarkvísl (SH).

Skoðið myndina af Húseyjarkvísl vel. Ætli styttist ekki í að þarna myndist bjúgvatn? 

>>> FOSSAR >>>