Landslag er mikils virði

Nýlega var samþykkt að Íslendingar gerðust aðilar að Landslagssamningi Evrópu.  Samningnum er ætlað að stuðla að verndun, stýringu og skipulagi landslags ásamt því að koma á fót evrópsku samstarfi um landslag. Með þessu er viðurkennt mikilvægi landslags í umhverfi landsins. Jafnframt verður mótuð stefna sem miðar að verndun, nýtingu og skipulagi þess.

Landslag er sameiginlegur náttúru- og menningararfur hverrar þjóðar og um leið uppspretta margvíslegra gæða sem hafa áhrif á líðan okkar sem einstaklinga og sem samfélag.

Íhugið orðið landslag. Hvernig er það hugsað?

Horfið í kringum ykkur. Sjáið þið landslag?
Hvernig getur landslag haft áhrif á hvernig okkur líður?

Hvað ætli orðið menningarlandslag þýði?