Vor eða sumar!

Þessa dagana eru farfuglarnir að koma. Helsingjarnir eru til dæmis áberandi og eru hér í stórum hópum. Oft er talað um farfugla sem vorboða, þeir segja okkur að vorið sé að koma.

Hvað er vor og hvað er sumar? Í ár (2019) er sumardagurinn fyrsti 25. apríl. Er þá vorið liðið og sumarið tekið við?!

  • Ræðið merkingu orðanna vor og sumar.
  • Hvaða fugla hafið þið séð undanfarið, sem ekki voru hér í vetur?
  • Við sjáum víða merki vorsins. Nefnið dæmi og takið myndir! Þið megið gjarnan senda inn myndir í samvinnu við kennara ykkar – kannski birtast þær hér fyrir neðan (solrun@holar.is).
Snjórinn lætur smám saman undan geislum sólar… (SSk)