Kvíði ég fyrir að koma í Fljót,
kvíði ég fyrir Sléttuhlíð,
kvíði ég ríða kulda mót;
kvíðvænleg er þessi tíð.

Látra Björg 

Endurtekning
Prófið að yrkja ljóð um veður eða náttúruöfl, þar sem línurnar hefjast endurtekið á sömu orðunum! 

Björg Einarsdóttir (1716-1784) jafnan kölluð Látra Björg bjó stóran hluta ævi sinnar á Látraströnd. Eftir miðjan aldur gerðist hún þó förukona. Hún var stórbrotin persónuleiki. Lesa meira um Látra Björgu.