Hesturinn

Hestlaga snjóskafl í Mælifellshnjúki (SH).

Hvítan hest í Hnjúkinn ber,
hálsinn reyrir klakaband.
Þegar bógur þíður er,
þá er fært um Stórasand.

(Höfundur ókunnur)

Á vorin má sjá snjóskafl í Mælifellshnjúki sem hefur útlínur sem minna á hest. Í gamla daga var fylgst vel með þessum skafli því að þegar hann minnkaði og hesturinn virtist slitinn í sundur um bógana var óhætt að fara yfir fjallveg sem heitir Stórisandur.

  • Hvar er Stórisandur? 
  • Hvað þýðir orðið bógur?
  • Reynið að finna snjóhestinn í fjallinu. Ef það gengur mjög illa getið þið smellt hér og upp kemur sama mynd með ábendingum.