Nemendur:
- öðlist heildarmynd af náttúru Skagafjarðar og geti sett hana í samhengi við landmótun og þróun,
- þekki séreinkenni náttúrunnar í Skagafirði,
- kynnist nokkrum náttúruperlum svæðisins,
- noti nánasta umhverfi til þess að læra um náttúruna,
- finni sig sem þátttakendur í stærra samfélagi nemenda sem eru að fást við það sama, en einnig sem part af samfélagi Skagfirðinga sem saman þurfa að gæta þess umhverfis sem næst þeim er og þeir bera sérstaka ábyrgð á,
- læri að bera virðingu fyrir náttúrunni, með aukinni þekkingu og samskiptum við hana.