Núna er tíminn sem þið rekist kannski á hreiður. Það er alltaf gaman, ekki síst þegar tækifæri er til að fylgjast með því um tíma og sjá þegar ungarnir koma í heiminn og taka svo að braggast. Sumir ungar vappa fljótlega úr hreiðrinu eftir að þeir skríða úr eggi, t.d. vaðfuglar, en hjá öðrum tegundum, t.d. spörfuglum er vist unganna mun lengri í hreiðrinu.
Hér getið þið fylgst með krumma og svartþresti á hreiðri:
https://www.ruv.is/frett/2020/05/03/svartthrastahreidur-i-beinni-utsendingu
Farið inn á fuglavefinn og skoðið hreiður ólíkra fugla. Hvaða fuglar eiga vönduðustu hreiðrin?
Segið frá reynslu ykkar af því að fylgjast með varpi og uppeldi unga.