„Hún gnæfir eins og rammbyggileg klettaborg eða kastali upp úr hafinu úti á miðjum Skagafirði, sjest víða að, skörp í línum, traustleg og ábúðarmikil.“
Styst er í Drangey frá Reykjum á Reykjaströnd. Drangey er kjarni eldfjalls sem gaus á seinni hluta jökultímans. Eyjan var langtum stærri en hún er í dag og sjást þess merki á hafsbotni. Bergið í Drangey heitir móberg, en það myndast í gosi undir jökli.
Drangey er vel gróin og þar er mikið fuglalíf og fjör í þverhníptum björgum. (Sjá umfjöllun um fuglana.) Í hafinu í kring er ekki óalgengt að sjá seli og hvali.
- Hér er óstytt útgáfa þjóðsögunnar: Vígð Drangey.
Lesið söguna og takið sérstaklega eftir því sem sagt er um a) landslagið og b) lífríkið. Skráið hjá ykkur minnispunkta. - Setjið ykkur í stellingar listamanns og íhugið hvernig þið gætuð látið Drangey færa ykkur innblástur. Vinnið listaverk eða lýsið því.
- Af hverju er talað um Drangey sem matarkistu Skagfirðinga?