Arnarstapi heitir útsýnisstaðurinn í Vatnsskarði. Þar sér vel yfir meginhérað Skagafjarðar, Héraðsvötnin og fjallaklasana á báða vegu. Heyrst hefur um fólk sem tekur andköf á þessum stað vegna yfirþyrmandi fegurðar! Ætli sé hægt að fanga hana á ljósmynd? Þið megið senda mynd ef það tekst [[]].
Landslagið í næsta nágrenni einkennist af jökulmyndunum. Þar eru grónir hólar, litlar tjarnir og mýrar.