Austara Eylendið

Austara Eylendið (SH).

Um er að ræða óshólmasvæði Eystri-Héraðsvatna.

Ástæða þykir að friða þetta svæði vegna fugla og gróðurs. Það er hluti stærstu flæðimýra landsins. Þarna lifir meðal annars flórgoði sem er tiltölulega sjaldgæfur fugl á Íslandi. Skv. samningi ber að vernda búsvæði flórgoða. Aðrar tegundir eru þarna í miklu magni, einkum gæsir (heiðagæs, grágæs og helsingi), endur, stelkur, jaðrakan og óðinshani. Ef þessa búsvæðis nyti ekki við kæmi það niður á stórum hópum fugla.

Frá Hofsstöðum, þar sem rekin er ferðaþjónusta, hafa verið lagðir göngustígar fyrir fuglaáhugafólk niður á sléttlendið og að Héraðsvötnum.