Berggangar

Berggangar við Kotagil (DB).

Berggangar myndast þar sem eldkvika storknar neðanjarðar, t.d. í æð sem liggur að eldfjalli eða einfaldlega í sprungum í jarðlögunum. Berggangar verða ekki sýnilegir fyrr en bergið í kring hefur molnað frá. Berggangar eru oft úr harðara bergi en bergið umhverfis og rofnar því seinna.

Berggangur í árgljúfri (SH).

>>> GJÓSKA >>>