Langt í burtu
við fjöllin fjögur
situr brandugla á
girðingarstaur
vakir
hugsar um mýs í sölnuðu grasi
Bíll þýtur hjá
ljóskeilur
og uglan kiprar augun gremjulega
mýsnar hverfa henni í grasflákann
Það var ég sem ók bílnum
Gyrðir Elíasson
(Fengið úr ljóðasafninu Allt fram streymir – náttúruljóð)
- Fuglar kunna ekki umferðarreglur. Kunnið þið einhverjar sögur af því?
- Villt dýr verða oft óróleg þegar manneskja nálgast, en hafið þið hitt fyrir dýr sem var óvenjulega spakt? Segið frá…
Gyrðir er fæddur 1961 og ólst upp á Sauðárkróki. Hann er rithöfundur, ljóðskáld og þýðandi og hefur hlotið fjölda viðurkenninga þar á meðal bókmenntaverðlaun Norðurlandaráðs. Lesa meira um Gyrði.