Glerhallavík

Í Glerhallavík (SH).

Vatn seytlar og streymir um berggrunninn og eftir því sem neðar dregur verður bergið heitara og vatnið hitnar að sama skapi. Heitt vatn getur leyst upp efni í berginu. Þegar vatnið með sínum uppleystu efnum stígur upp eða streymir þangað sem bergið er kaldara kólnar vatnið og uppleystu efnin setjast til í holum og glufum og mynda holufyllingar.

Glerhallur í Glerhallavík (BRH).

Holufyllingar eru oft mjög fallegir steinar og finnast helst þar sem mikið rof hefur orðið, enda myndast þeir neðanjarðar. Glerhallar eru ein tegund holufyllinga sem finnst í miklu magni í Glerhallavík á Reykjaströnd. Þegar sjórinn hefur náð að pússa glerhalla líkt og í Glerhallavík líta þeir út eins og hvítt gler. Glerahallarnir eru friðaðir, enda er skemmtilegast að skoða þá á staðnum.

Glerhallavík á Vísindavefnum.