Jarðlagastafli

mynd
Á myndinni af Bólugili sjáum við þverskurð af myndarlegum stafla af jarðlögum. Lögin í staflanum eru misþykk en algengast er að þau séu 5-15 m. Inni á milli jarðlaganna má víða sjá annars konar lög sem eru yfirleitt rauð- eða gulleit. Það urðu nefnilega stundum hlé á milli gosa og þá náðist að myndast gróður og jarðvegur. Svo lagðist næsta hraunlag yfir og þá varð til fagurlitað millilag úr jarðveginum og gróðrinum.

Jarðlagastafli
Hvað sjáið þið um það bil mörg lög í jarðlagastaflanum á myndinni?
Horfið á fjöllin í kringum ykkur. Sjáið þið móta fyrir jarðlögum í þeim? Hvað sjáið þið um það bil mörg lög?