Karlakórinn Heimir

Málverkið er eftir listamanninn Hallgrím Helgason. Það er risastórt eða 250 cm x 410 cm og var málað árið 2000 – olía á striga.

Mennirnir eru vissulega partur af náttúrunni og því er við hæfi að hafa þessa mynd hér með. Kórastarf er eitt af því sem er einkennandi fyrir náttúru Skagafjarðar! Karlakórinn Heimir er kunnur um allt land og þó víðar væri leitað. Þekkið þið einhvern á myndinni?

Hallgrímur Helgason er fæddur 1959 og er bæði rithöfundur og myndlistarmaður (sjá nánar). Hann var í sveit í Skagafirði þegar hann var lítill.