Lækir, ár og vötn > FÆRT

Kannski setja undir Votlendi? Komið þangað VINNA ÞAR

FISKAR

Fjölbreytni, aðlaganir og búsvæði 

Í Skagafirði má finna alla íslensku ferskvatnsfiskana*: hornsíli, ál, bleikju, urriða og lax. Tegundunum henta mismunandi aðstæður. Þannig eru hornsíli í skurðum, tjörnum og vötnum við botn Skagafjarðar og út með firðinum beggja vegna, en lítið eða ekki lengra inn til landsins. Algengt er að sjá lax í ám sem eru frjósamar, hlýjar og straumharðar. Bleikjan ríkir í kaldari ám, næringarsnauðari og lygnari. Urriði lifir við aðstæður sem eru þarna á milli bleikju og lax. 

* að vísu er farið að telja flundru með þessum hópi en hún er nýlegur landnemi, einkum á Suðurlandi.

((SLEPPA: Sjá má mikið af bleikju í Héraðsvötnum svo dæmi sé tekið og mesti laxinn er í Fljótaá, Sæmundará og Húseyjarkvísl. )) 

En fiskar laga sig líka að aðstæðum, sem í fyrstu virðast ekki vera kjöraðstæður. Í Héraðsvötnum eru til dæmis stórir og sérstæðir laxastofnar sem aðlagast hafa jökulvatni einu kaldasta vatnsfalli landsins. Einnig er athyglivert að sjá staðbundna bleikjustofna langt upp á hálendi í Skagafjarðardölum í um 800 m hæð. Það telst fágætt að sjá bleikju svo hátt. Sjóbleikja sést á svipuðum slóðum og er það ekki síður merkilegt.

Atferli fiskseiða

Á árunum 2005-2008 var gerð rannsókn á atferli bleikju-, urriða- og laxaseiða í nokkrum ám í Skagafirði og skoðuð óðalshegðun og öflun fæðu. Fiskar helga sér nefnilega óðöl eins og ýmis önnur dýr. Fæðuöflun þessara fisktegunda fer að mestu fram innan óðalanna.

Ímyndið ykkur straumharða og næringarríka á annars vegar og lygna og næringarsnauðari á hins vegar. Það kemur líklega ekki á óvart að bleikja í síðarnefndu ánni þarf að hreyfa sig meira í leit sinni að æti en laxinn í hinni ánni sem bíður átekta eftir næringu sem straumurinn færir honum. Rannsóknin sýndi að bleikja hreyfir sig einmitt mest, urriði minna og lax minnst. Munur á stærð óðala reyndist líka greinilegur. Bleikja helgar sér stærstu óðölin. Bleikja varði óðöl sín af minni hörku en bæði urriði og lax og víða sköruðust óðölin.

Innan tegundanna má líka greina ólíkt atferli útfrá aðstæðum í mismunandi ám. Þannig reyndust til dæmis bleikjur í Myllulæk helga sér mun minni óðöl en bleikjur í Deildará, en fæðuframboð í Myllulæk er meira en í Deildará. Að verja stórt óðal kostar orku og þegar hægt er að komast af með minna er það gert.

ATHUGA (með / sleppa?) :

Nicolas – doktorsrannsókn

„Dægursveiflur í virkni lýsa því hvernig dýr deila sólarhringnum á milli virkni og hvíldar og hvernig þau keppa um auðlindir í tíma. Sumar tegundir sýna sveigjanleika í því hversu virk þau eru og hvenær og eru hentug til rannsókna á áhrifum vistfræðilegra þátta á virkni. Fiskar í ám, þá sérstaklega laxfiskar, eru skólabókardæmi um dýr sem sýna breytileika í virkni. Í doktorsverkefninu voru rannsakaðar dægursveiflur í virkni einstaklingsmerktra bleikjuseiða í tilraunum og rannsóknum við náttúrulegar aðstæður, þar sem athuguð voru áhrif þátta sem hafa mikilvæg áhrif á vistfræði laxfiska. Bleikjur voru virkari (i) við hærra hitastig, (ii) þar sem felustaðir voru takmarkaðir, (iii) við meiri straumhraða, (iv) þar sem vatnsrennsli var stöðugt, og (v) við hærri þéttleika. Í öllum rannsóknunum höfðu vistfræðilegir þættir líka áhrif á það hvernig virkni dreifðist í tíma. Sveigjanleiki í virkni tengdist líka breytileika í öðru atferli (t.d. árásarhneigð, fæðuháttum og búsvæðavali). Rannsóknirnar sýndu líka að stundum viðheldur bleikja vexti við óhagstæðar aðstæður (fáir felustaðir, hár þéttleiki) með því að breyta virkni sinni en stundum eru þær virkastar við aðstæður hagstæðar fyrir vöxt (meiri straumhraði). Í öllum tilraununum nema einni uxu virkari einstaklingar hraðar en þeir sem voru minna virkir. Þetta samband var þó háð aðstæðum og var t.d. greinilegra við meiri straumhraða og jafnara vatnsrennsli. Niðurstöður þessa verkefnis eru mikilvægar fyrir t.d. (i) atferlisvistfræði (sveigjanleiki í atferli), (ii) vistfræði laxfiska, vegna áhrifa virkni á fæðunám og vöxt við ólíkar aðstæður, og (iii) verndun, vegna þess innsæis sem atferli veitir varðandi áhrif væntanlegra breytinga á búsvæðum fiska.“

Amy – mastersrannsókn (Skemma)

Samkeppni innan tegunda gegnir mikilvægu hlutverki í mótun þess hvernig dýr nota og deila búsvæðum í rúmi og tíma. En hvort og hvernig einstaklingar breyta dægursveiflum í virkni sinni til að bregðast við aukinni samkeppni hefur lítið verið rannsakað. Ég notaði bleikjuseiði Salvelinus alpinus til að prófa þá tilgátu að við háan stofnþéttleika myndu einstaklingar auka virkni sína og dreifa fæðunámi yfir stærri hluta sólarhringsins en við lágan þéttleika. Einstaklingsmerktum fiskum var komið fyrir í netbúrum í náttúrulegu straumvatni við lágan (2 fiskar/m2) og háan (6 fiskar/m2) þéttleika. Ég skráði virkni allra fiska á þriggja tíma fresti, í sjö sólarhringa fyrir hvort af tveimur tveggja vikna rannsóknatímabilum. Heildarvirki fiska jókst við háan þéttleika og þeir voru virkir yfir lengra tímabil, þar sem virkni jókst sérstaklega kvölds og morgna. Virkni fiska við háan sem lágan þéttleika voru háðar sveiflum í vatnshita, birtu og vatndýpi, sem bendir til þess að dægursveiflur í virkni séu háðar samspili margra vistfræðilegra þátta. Þéttleiki hafði ekki áhrif á vöxt einstaklinga, þannig að fiskar við háan þéttleika virðast viðhalda vaxtahraða þrátt fyrir aukna samkeppni. Þessi rannsókn bendir til þess að einstaklingar sýni ákveðinn sveigjanleika sem gerir þeim kleyft að bregðast við vistfræðilegum aðstæðum og að samkeppni valdi breytingum á því hvernig dýr nýta tíma sinn og tryggi sér þannig aðgang að auðlindum og viðhaldi vexti.

\ATHUGA

 

Lesið um íslensku ferskvatnsfiskana og skoðið myndir af þeim í bókinni Lífríkið í fersku vatni

aðstæður í ám – mismunandi fiskar – sjá bls. 50 ráðstefnurit.
R: Staðbundnir stofnar og afbrigði bleikju. Fágætt að sjóbleikja nái svo langt upp á hálendið (um 800). Staðbundnir bleikjustofnar jafn hátt uppi eru einnig fágætir. Fjölbreytt fiskasamfélög (stofnar og afbrigði) á hálendi. (A1-C – reitir skv. R. Þetta er sem sé upp á hálendinu og í Austurdal…)

R: Fjölbreytt fiskasamfélög, allar tegundir laxfiska, áll og hornsíli. Stórir laxastofnar og sérstæðir, aðlagaðir jökulvatni.(Á við um Héraðsvötn og nokkuð upp í Austurdal D-F)

R: Bleikja, lax og urriði, hornsíli og álar. Staðbundnir stofnar og afbrigði bleikju og sjógöngustofnar hjá bleikju og urriða. Stofnar í stöðu- og straumvötnum. Fjölbreytt samfélög tegunda, stofna og afbrigða. Fágætt að sjóbleikja nái svo langt upp á hálendið (um 800). Staðbundnir bleikjustofnar jafn hátt uppi eru einnig fágætir. Lax sem aðalagast hefur eina kaldasta vatnsfalli landsins. Fjölbreytt samfélög á hálendi.

 

SMÁDÝR

 

Smádýr
Rannsókn …? Kera: Lindir og smádýralíf.  – Athuga
Lífið ofan í ármöl

smádýr:
R: Fjölbreytileiki er mikill (jökulár, dragár og töluvert af lindám) og flæðiengjar. Talsverður breytileiki innan og milli samfélaga. Sérstæð samfélög á hálendi í Orravatnsrústum og fágæt smádýrasamfélög á flæðingjum. 

Líf í jökulám 
Útfrá verkefninu „Vatnsföll á Íslandi“ sjá bls. 49 í ráðstefnuhefti.

Rek næringarefna -nokkrar dragár – sjá bls. 49 í ráðstefnuhefti.

Slím / þörungar
Næringargildi vatnsins..