Málmey

Málmey séð úr Þórðarhöfða (SvH).

Málmey er svipmikil eyja og er ólík eftir því hvaðan á hana er horft. Sumum finnst hún minna á stórt skip. Hver ætli þeirra sjónarhóll sé? Örugglega ekki Þórðarhöfði!

Fallegt er í Málmey og mikið lífríki. Þar er sellátur og fjörugt fuglalíf. Stuðlabergsmyndanir í eynni eru sérlega fallegar og er gaman að skoða þær úr bát.

Eyjan var lengi vel í byggð. Þetta þótti góð bújörð og stutt var á fiskimið. Hvernig þætti ykkur að eiga heima í Málmey? Hvernig væri daglegt líf ykkar?