Meðaltal

Til að finna meðalhita yfir tiltekinn tíma, til dæmis viku, finnum við meðaltal. Þá eru hitastigstölur allra daga vikunnar lagðar saman og síðan er þeim dreift jafnt á dagana. Með þessu fáum við út meðalhita vikunnar. Dæmi:

Sunnudagur: 4°C, mánudagur: 8°C, þriðjudagur: 6°C, miðvikudagur: 6°C, fimmtudagur: 2°C, föstudagur: 4°C og laugardagur 5°C.

Meðalhiti=(4+8+6+6+2+4+5)/7=5

Á sama hátt er hægt að finna út meðalúrkomu, vindhraða og svo framvegis.