Miklavatn

Miklavatn er svo stórt að það komst ekki allt inn á myndina! (SH)

Friðlýsing Miklavatns og umhverfis þess tók gildi árið 1977. Svæðið er 15,5 km2. 

(NAust)

Markmið friðlýsingarinnar er að vernda fjölbreytt fuglalíf og gróskumikið votlendi. Mikill og samfelldur gróður er á svæðinu og eru votlendisplöntur áberandi. Þekkt er að fuglar, einkum gæsir og álftir safnist á svæðið til að fella flugfjaðrirnar.

Í reglum um friðlandið kemur meðal annars fram að umferð fólks um friðlandið sé bönnuð frá 15. maí til 1. júlí. Þá er tími varps og ungauppeldis.

miklavatn
(UST)