Orravatnsrústir

Fallega formuð rúst (SigH).

Orravatnsrústir eru mjög merk rústa- og sífrerasvæði. Á sífrerasvæðum er ís í jörð árið um kring. Orðið rúst þýðir lár hóll eða stór þúfa. Álitið er að Orravatnsrústir hafi byrjað að myndast fyrir 3-4000 árum.

Rústir myndast á svipaðan hátt og venjulegar þúfur, en geta orðið mjög stórar og í þeim viðhelst ískjarni árið um kring:

rustir2
(GK-vefur)

Ísinn í Orravatnsrústum er um 5-7,5 m þykkur. Rannsóknir benda þó til að á undanförnum árum hafi ísinn minnkað.

Fjölbreytni rústa á svæðinu er mikil. Margar eru heilar, aðrar mynda um sig tjörn og enn aðrar eru fallnar saman. Víða eru áberandi hraukar, tugir metra í þvermál og allt að mannhæðar háir. Til viðbótar við þessar áhugaverðu myndanir er fjölskrúðugt fuglalíf og gróður á svæðinu.

Orravatnsrústir (ÞS).

Orravatnsrústir ásamt votlendinu umhverfis allt norður að Reyðarvatni eru á náttúruminjaskrá. Rústir eru fágætar og eru á lista hjá Evrópuráðinu um vistgerðir sem ber að vernda. Þar er sérstætt samfélag gróðurs og smádýra. Rústir hafa mikið vísindalegt gildi.

Rústir