Skagafjarðardalir

Í Austurdal (BRH).

Svartárdalur, Vesturdalur og Austurdalur teygja sig langt í suður og mynda tengingu á milli byggðar og óbyggða. Áður fyrr var mikil byggð í öllum dölunum og víða má sjá tóttir, eða hús. Þar getur orðið mjög heitt á sumrin, enda gætir ekki hafgolunnar svo langt inni í landi og snjólétt er þar á veturna. Í dölunum er gróðursæld. Erfiðar samgöngur hafa sjálfsagt átt þátt í því að byggð lagðist af á flestum bæjanna.

Um Austurdal rennur Jökulsá austari en Jökulsá vestari rennur ofan í Vesturdal og sameinast þar Hofsá.  Jökulárnar eiga upptök í Hofsjökli. Þær sameinast svo í Héraðsvötnum. Um Svartárdal rennur bergvatnsáin Svartá.

Jökulsárnar hafa víða myndað hrikaleg gljúfur. Bergið er litfagurt og svo grær þar hér og þar fagurgrænn gróður. Gljúfrin eru því heldur betur skoðunarverð. En árnar eru og voru farartálmi. Fólk sem bjó á bæjum sitthvoru megin ár gat ekki svo auðveldlega haft samskipti nema þegar hægt var að ganga yfir á ís.

Vinsælt er að fara á bátum niður eftir Jökulsánum. Af bát er heldur betur hægt að skoða gljúfrin… ef ekki er farið of hratt!

Fljótasiglingar (FS).