Skagafjörður

(Fyrsta erindi af þrettán.)

Skín við sólu Skagafjörður,
skrauti búinn, fagurgjörður:
Bragi, ljóðalagavörður,
ljá mér orku, snild og skjól!
Kenn mér andans óró stilla;
ótal sjónir ginna, villa,
dilla, blinda, töfra, trylla,
truflar augað máttug sól.
Hvar skal byrja? hvar skal standa?
hátt til fjalla? lágt til stranda?
Bragi leysir brátt úr vanda,
bendir mér á Tindastól!

Matthías Jochumsson

  • Lesa allt ljóðið!
  • Takið sérstaklega eftir hvernig orðin hljóma, t.d. ... ótal sjónir ginna, villa, / dilla, blinda, töfra, trylla, … Sjáið þið eitthvað svipað víðar í ljóðinu? 
  • Margir staðir eru nefndir í ljóðinu. Athugið hvað skáldið segir um staði þar sem þið þekkið til. 

Matthías Jochumsson (1835-1920) var eitt af þjóðskáldum Íslendinga. Hann orti m.a. þjóðsönginn. Síðari hluta ævi sinnar bjó hann á Akureyri. Í húsi hans er nú safn. Lesa meira um Matthías.