Mælifellshnjúkur
stígur fram úr þokunni
með stírur í augunum
Húseyjarkvíslin
bindur silkiborða
um brún Vallhólmans
Blönduhlíðarfjöll:
fylking stórfursta
að funda í alheimsráði
Varmahlíð:
smáfríð stelpa
staðráðin í að vera
Berglind Gunnarsdóttir
Í ljóðinu eru persónugervingar. Hvað er líkt með Blönduhlíðarfjöllum og stórfurstum?
Berglind er fædd 1953 og er skáld, þýðandi og bókavörður.
(Ljóðið er fengið af vefnum Íslenska er okkar mál.)