Skeljungssteinn – þjóðsaga

Finna upprunalegan texta, þessi fenginn af netinu. 

Skeljungsteinn er á samnefndum höfða, sem gengur fram á eyrar Norðurár, rétt hjá veginum fyrir mynni Norðurárdals. Steinninn er tengdur þjóðsögunni um Grím Skeljungsbana. Skeljungur var sauðamaður á Silfrastöðum í lifanda lífi, gekk aftur eftir dauðann og gerðist hin mesta óvætt, sem Grímur bóndason á Silfrastöðum fékk yfirunnið. Hann renndi með spjóti sínu tvö göt í gegnum stein þennan heima á Silfrastöðum og batt þar drauginn, meðan hann fór inn í bæ eftir eldi. Þegar hann kom út aftur var Skeljungur farinn af stað með steininn í eftirdragi inn hlíðina, en fórst ógreiðlega, svo að Grímur náði honum á Skeljungshöfða og brenndi hann þar til ösku.