Orðið skriða getur bæði vísað til hlíðar þar sem mikið er um laust grjót, eða þess þegar allmikill jarðvegur, aur eða grjót hrynur niður hlíð.
Eftirfarandi getur komið af stað skriðu:
- frost eða hitabreytingar sem losa um grjótið
- klaki neðanjarðar eða þétt berglög sem mynda eins konar rennibraut
- steypiregn sem gerir jarðveginn þungan og vatnsósa
- flóð í giljum sem hrífur með sér jarðefni
- jarðskjálftar
- þyngdaraflið.
Við lok jökulskeiðsins stóðu eftir fjöll og dalir með bröttum hlíðum sem jökullinn studdi ekki lengur við. Víða má sjá skriður og urðarbingi sem fallið hafa eða sigið fram eftir að jökullinn hvarf.
Skriðuföll í Skagafirði eru nokkuð algeng. Flestar falla skriðurnar úr giljum og skorningum fjalla. Í Almenningum í Fljótum er áberandi hreyfing á jarðlögunum. Þau virðast síga hægt en stöðugt en þar eru einnig merki stórra skriðufalla sem kallast berghlaup. Við veginn sem liggur um Almenninga eru ýmsar varnir gegn grjóthruni og vísindamenn fylgjast náið með.
Af skriðuföllum
Lesið:
- Frétt um skriðuföll í Norðurárdal og Öxnadal í júlí 1954.
- Hvað eru mörg ár síðan skriðurnar féllu?
- Skoðið á korti hvar Norðurárdalur, Öxnadalur og þeir staðir sem nefndir eru í fréttinni eru.
- Fréttin er úr dagblaði sem ekki kemur lengur út en hét Þjóðviljinn. Ætli fréttaflutningur væri öðruvísi ef þetta gerðist á okkar dögum? Hvernig?
- Frásögn af skriðuföllum í Kolbeinsdal árið 1858.
- Hvað eru mörg ár síðan skriðurnar féllu?
- Skoðið á korti staðhætti. Hvert reyndi fólkið að flýja?
- Í hvernig húsum ætli fólkið hafi búið?
>>> MERKI ÍSALDARJÖKULSINS >>>