Hér er þysjað að Skagafirði.
Af hverju ætli fjörðurinn hafi hlotið þetta nafn?
Jú, sagan segir að þau sem komu fyrst hafi siglt fyrir skagann, sem nú heitir einfaldlega Skagi, og það hafi verið erfið sigling. Skaginn var þeim ofarlega í huga og því var fjörðurinn nefndur Skagafjörður.
Örnefni
Það er gaman að velta fyrir sér örnefnum, þ.e. nöfnum á stöðum.
- Ef þið væruð landnemar hvað hefðuð þið þá hugsanlega nefnt fjörðinn? Af hverju?
- Hvað þýðir orðið hérað? Hvað finnst ykkur um örnefnið Héraðsvötn?
- Um örnefnið Grindil er fjallað á Vísindavefnum. Finnið nokkur örnefni í Skagafirði sem eru a) skrýtin, b) falleg eða c) athyglisverð á annan hátt.
- Hvað heitir staðurinn þar sem þið búið (gata, þorp eða bær)? Hvernig ætli það nafn sé tilkomið?
- Skoðið loftmynd af heimili ykkar og einnig af skólanum ykkar á vefnum map.is.