Þórðarhöfði og Höfðavatn

Þórðarhöfði og Höfðavatn
Þórðarhöfði og Höfðavatn (SH).

Þórðarhöfði er kjarni eldfjalls frá seinni hluta jökultímans. Drangey og Ketubjörg eru frá svipuðum tíma. Hæð höfðans er um 200 m.y.s. Sjórinn hefur brotið af fjallinu og háir sjávarhamrar snúa út að sjó. Frá sjó má sjá fallegar stuðlabergsmyndanir.

Þórðarhöfði hefur verið eyja en er nú tengdur við land með rifjum sem afmarka Höfðavatn. Vatnið er stöðuvatn með ísöltu vatni sem þýðir að það er blandað söltum sjó. Fjölbreytt lífríki er í vatninu.

Skemmtilegt sjónarhorn fengið með fjallapríli!:

Höfðavatn, Þórðarhöfði og Drangey úti á firðinum (ÞS).