Tröllaskagi

Fjallstindur á Tröllaskaga (SH).

Á hálendi Tröllaskagans eru fjöllin há og víða hrikaleg, dalir djúpir og landslag stórbrotið. Hæstu fjöll Tröllaskagans eru víða flöt að ofan (sjá myndina hér á eftir). Á Tröllaskaga sjáum við hinn forna jarðlagastafla (blágrýtismyndunina) í allri sinni dýrð, sem ár og jöklar hafa skorið út. Áður en dalir og firðir grófust út var þarna hálent sléttlendi eða háslétta. Víða eru smájöklar í hæstu fjöllum.

Gamlar þjóðleiðir liggja víða um Tröllaskaga en almennt er hann ósnortinn. Vinsælt er að ganga um Tröllaskaga og gefin hafa verið út nokkur göngukort af svæðinu.

Myndin er tekin úr flugvél. Heljardalsheiði frá Heljarskál, Deildardalsjökull, Seljadalur, Unadalur (langi dalurinn). (JÓH)