Án titils

Án titils – 2010-2011 (EP)

Málverk eftir listamanninn Eggert Pétursson f. 1956. Vinnuheiti þess var Norðurland-Tröllaskagi. Óvíða er fjölbreytni plantna jafn mikil og á fjöllóttum og snjóþungum Tröllaskaga.

Verkið er í eigu Saastamoinen Foundation og er í vörslu Emma safnsins í Espoo í Finnlandi.

  • Skoðið myndina vel. Finnið plöntur sem þið kannist við. Hvað skyldu þær heita?
  • [[]] Skoðið verk Eggerts á vefnum hans og prófið að mála ykkar eigin skagfirsku plöntumynd í svipuðum dúr og Eggert gerir.