Liður í því að ganga vel um umhverfi sitt er að ganga vel um sorpið sitt og gera allt til þess að draga úr magni sorps. Plast hefur fengið sérstaka athygli þar sem það brotnar mjög hægt niður og er slæmt fyrir lífríkið.
Nú á að fara að banna burðarpoka, en sumir segjast kaupa burðarpoka til að hafa undir ruslið!!
Í stað þess að nota plastburðarpoka fyrir ruslið getum við sem dæmi notað poka sem til falla á heimilinu: Poka undan brauði, kartöflum, morgunkorni, … hverju sem er. Maður finnur alltaf eitthvað!
Eftir því sem við flokkum meira frá af plasti, pappír, málmi, gleri, því sem er lífrænt o.s.frv. því minna fellur til af blönduðum úrgangi. Þörfin fyrir plastburðarpoka undir ruslið hverfur.
Umhverfisráðherra, sem vel að merkja stundaði sumarvinnu í Skagafirði á námsárum sínum, mælti fyrir frumvarpi á Alþingi um bann við notkun burðarplastpoka.
Spurt og svarað um bann við burðarplastpokum á vef ráðuneytisins.