Veðurfar í Skagafirði er misjafnt enda er svæðið víðfeðmt og aðstæður fjölbreyttar. Á myndum og kortum Veðurstofunnar má bera saman veðrið í Skagafirði og annars staðar á landinu. Aðstæður hafa áhrif á veðrið. Meðal þess sem skiptir máli er sjórinn, t.d. nálægð við hann og hitastig hans. Sömuleiðis skiptir máli hvernig landslagið er og hæð yfir sjávarmáli.
Þessar myndir sýna veðrið á Alexanderflugvelli á Sauðárkróki síðasta sólarhringinn:
Rauða línan sýnir vindhraða og sú brúna hviðurnar.
Rauða línan sýnir hitastigið.
(Ef hitastig lækkaði niður í það sem bláa línan sýnir myndi raki loftsins þéttast. Í úrkomu liggur bláa línan og sú rauða saman.)
Veðurathuganir
- Skiptist á að taka veðrið. Skráið hitastig, vindstyrk og -átt, skýjafar og úrkomu. Berið upplýsingar ykkar saman við meðaltalið í viðeigandi mánuði.
- Á vefmyndavélum má sjá veður í rauntíma. Slíkar myndavélar eru á nokkrum stöðum í Skagafirði. Dæmi: Fljót, Sauðárkrókur, Stafá, Vatnsskarð og Þverárfjallsvegur. Skoða!
- Skoðið myndirnar hér að ofan sem sýna veðrið síðasta sólarhringinn á Sauðárkróki. Hvenær komu mestu vindhviðurnar? Hvenær var hitinn hæstur og lægstur? Skoðið hvenær raki loftsins var mestur og berið saman við daggarmark á myndinni í miðjunni. Pælið almennt í myndunum!
- Skoðið upplýsingar um veður síðasta sólarhringinn eða undanfarna daga víðs vegar í Skagafirði á vef Veðurstofunnar.
- Hiti
- Úrkoma
- Vindar
- Staðhættir og veður