Algengustu vindáttirnar í Skagafirði eru norðanátt og sunnanátt. Norðanátt kemur úr norðri og sunnanátt úr suðri! Suðlægir vindar eru jafnan hlýir, en norðanvindar kaldir. Vindáttir í þröngum dölum eru mjög staðbundnar og liggja þá algengustu vindáttir út og inn dalina. Vindhraðinn er mestur upp til fjalla og út til stranda. Hafgolu gætir á vorin og sumrin. Hnúkaþeyr er algengur í Skagafirði, sérstaklega á haustin.
Mesti vindur sem mælst hefur í Skagafirði er 36 m/s, 17. febrúar 1981 á Bergstöðum. Mesta vindhviðan sem mælst hefur í Skagafirði er 47,1 m/s og var það á Nautabúi 22. mars 2007.