Ár og vötn eru afgerandi í landslaginu, en vatn kemur vissulega víðar við sögu í landslagi Skagafjarðar. Alls konar votlendi eða mýrar eru útbreiddar. Þær má finna í halla eða sléttu landi og jafnframt nálægt ám sem flæða reglulega. Fen, flói, flæðimýri, hallamýri, dý og jaðar eru allt orð sem höfð eru um votlendi.
Mismunandi votlendi
- Kynnið ykkur flokkun votlendis (sjá t.d. í bókinni Líf á landi bls. 48 eða í Íslensk votlendi – verndun og nýting bls. 13).
- Þekkið þið til votlendis í nágrenni við skólann ykkar eða heimili (annars en grunnsævis)? Lýsið þessu votlendi. Hvers konar votlendi er þetta?
- Kannið lífríki votlendisins (sjá nánar).
Strangt tiltekið telst grunnsævi til votlendis. Lítið því næst á strendur Skagafjarðar…
>>> STRÖND >>>