Ketubjörg á Skaga

Ketubjörg (SH).

Ketubjörg eru tilkomumikil sjávarbjörg. Um er að ræða forna eldstöð frá sama tíma og Drangey og Þórðarhöfði. Líklegt þykir að hæsta bjargið sé gígtappi aðalgígsins. Sjórinn hefur nartað utan af honum. Ketubjörg eru úr móbergi. Gott útsýni er af Ketubjörgum og vel þess virði að fara upp á topp! Í Ketubjörgum er nokkuð um bjargfugla, meðal annars lunda.

Vettvangsferð
Ef þið skoðið Ketubjörg verðið þið að fara mjög varlega og fylgja vel öllum reglum. Þarna er þverhnípt og þar að auki er að brotna úr klettunum. 

  • [[]] Farið þið að Ketubjörgum skulið þið taka myndir. Takið sérstaklega eftir hæsta bjarginu, stuðlabergi og fuglalífi. Hvernig er litur bergsins?
(SH)
  • Skoðið hvernig brotnar úr björgunum vegna sjávargangs og frostveðrunar. 
  • LESA um það þegar heljarins bjarg hrundi úr Ketubjörgum 1. nóvember 2019.