Brambolt í Ketubjörgum

Enginn varð vitni að því þegar brotnaði úr Ketubjörgum um helgina en líklegt er talið að það hafi gerst um kl. 11 á laugardaginn. Þess sáust nefnilega merki á jarðskjálftamæli á bænum Hrauni á Skaga.

Heljarins bjarg í Ketubjörgum klofnaði endanlega frá og hafnaði í fjörunni. Undanfarin ár hefur mátt fylgjast með sífellt stækkandi sprungu á þessum stað.

Myndirnar sýna vel breytinguna frá bjargbrúninni.
Efri myndin var tekin fyrir rúmu ári. (PF – Feykir).

Það sem hrundi er álitið vera þúsundir tonna.

Bjargið sem hrundi (SBS – Morgunblaðið).
Rauða línan bendir á hvar brotnaði að þessu sinni. Myndin var tekin 2017 (SH).

Eins og sjá má á þessari mynd sem tekin var sumarið 2017 er greinilegt að stöðugt er að brotna úr berginu.

Fleiri fréttir um hrunið sem átti sér stað 1. nóvember 2019 má finna hjá Ríkisútvarpinu, í Feyki og í Morgunblaðinu og víðar. Já, þetta er merkileg frétt.