Kotá hefur smám saman sorfið út mikið gljúfur sem sker í sundur þykkan hraunlagastaflann. Hraunlög og millilög eru áberandi. Gljúfrið er hrikalegt og djúpt og innst í því er hár foss.
Sérstaklega er áhugavert að sjá í neðstu hraunlögunum (og jafnframt þeim elstu) holrúm eftir mikla trjáboli úr fornaldarskógi. Veðurfar á Íslandi var töluvert hlýrra þegar þessi tré uxu fyrir um 5 milljónum ára.
Á grasi grónum höfða niðri við Norðurá alllangt vestan við gilið er steinn sem álitin er úr sama lagi og þar sem holrúmin eru eftir trjábolina. Í gegnum stein þennan eru tvær fremur grannar rásir sem gætu verið eftir trjágreinar. Steinninn er píramídalaga og er um einn metri á hæð. Hann hefur fengið nafnið Skeljungssteinn og kemur hann fyrir í þjóðsögu. Lesa þjóðsögu.
Kotagil er á mörkum Silfrastaða og Ytri-Kota.